<$BlogRSDUrl$>

2.5.03

SAMRÆMDU Í DAG
Já gott fólk eftir rúman klukkutíma mun koma að því. Ég Dagbjört Harðardóttir mun fara í próf sem mér hefur kviðið fyrir alla mína ævi. SAMRÆMDU PRÓFIN!!!!!!!!!!!!!!
ég er að fara í íslensu og ég vaknaði svo snemma, að ég er ´buin að fara í sturtu gera mig tilbúna, borða morgun mat og lesa yfir glósur. Málið er það að ég gerði þetta á þvílíkum hraða, vegna mikillllss stressss.. núna er klukkan bara hálf átta.. eitthvað um það. allavega
Reyndar get ég huggað mig við það að ég er betur undirbuin heldur én ég hef nokkuð tíman verið og yfirleitt gengur mér nokkuð ágætlega í íslensku. Annars dreymdi mig þennan hræðilega draum um að ég var í stærfræði prófi og fór bara út og kom svo aftur inn og ætlaði að byrja að taka prófið aftur og þá mátti ég það ekki og ég var geggjað leið og fór að gráta. Vonum að það gerist ekki.

fyrir um hálfu ári fór ég til tannlæknis (er reyndar búin að fara síðan) og þá lét hann fillingu í framtönnina sem brotnaði (með skemmtilegum hætti) hún sagði:"þettta er tilraun" tilraunin fellst í því að kannksi eins og flestir vita knísti ég allvel tönnum. En bara þeegar ég er þreytt og stressuð. Hún sagði að ef ég hætti að knísta tönnum mundi fillingin haldast og ef ég færi að knísta þá mundi hún brotna.. og viti menn.. í gær brotnaði hún!!!!! sennilega út af stressi. Alveg ótrúlegt. Sem betur fer meiðir hún mig ekkert þannig ég get lifað án þess að vera með hana.

Jams.. maður þarf nú að fara að vekja hann pabba. Hann ætlar að vera samferða mér!!!

Túrilú
Dagga stressaða

ps: Whis my luck


1.5.03

LÆRA LÆRA LÆRA
Fyrsta prófið á morgun!!! pæliði!!!
ég nenni ekki í það, en fer og kors. Núna er maður barra dugleg að læra og hefur það næs. Eða kannksi ekkert næs. en alaveg dugleg að læra.
í gær þá var ég að læra með Kamillu og Hildi. Það gekk geggjað vel, við erum svo samrímdar.. he he. en í alvöru þá lærði ég geggjað mikið á því. Því ef ég kunni ekki eittvað sögðu þær mér og svo framvegis. MJÖG þægilegt.

ENívei..
ég er að fara að læra

bí in tuts
daGGa


30.4.03

TWIST AROUND
Er að spá í að fara að sofa!
Ég er gjörsamlega að deyja yfir þvi að ég er að fara að klára samræmdu bráðum!! DJAMM DAUÐANS!! ójá!
Hvað veðrur gaman marr.. Allir í 10. bekk saman að djamma. Ekkert nema stemmning.

Mig langar í stærra herbergi. Vonandi fæ ég sjónvarpssherbergið bráðum. Veit samt ekki hvernig pabbi tekur í það, en mamma var sátt. Herbergið mitt er 16 fermetrar og er einaldlega of lítið fyrir mig og mína vini, í alvöru ef við stelpurnar erum heima allar saman þá erum við 9 og ef strákarnir eru með okkur erum við 12 eða 13. Þetta kallar á endurskipurlag í húsinu okkar. Mig langar svo að hafa kjallara sem er fyrir mig. Bara fyrir mig. Ef það væri bara nóg pláss. Ekkert eldhús eða neitt þannig fínt ef það væri klósett og sturta. HEAVEN!!!
En ég verð að hætt að spá í þetta vegna þess að þetta er ekki á leiðinni að fara að gerast nema við flitjum og það gerist ekki í bráð held ég..
æ .. nú er ég farin að vera með einhverjar leiðinlegar sögur, þá er bara best að hætta

one-to-three
Bye
DaGGa


29.4.03

SPEGILL SPEGILL HER ÞÚ MÉR
Var í gler list í dag að gera spegil. Hann er rauður og með allskonar dóteríi á. Mega.. Ég fékk 9.0 fyrir hann og er alveg ánægð með það. Það var fyrir frumkvæði, iðjusemi, frumleika, En vó! honum fannst spegillin ekki flottur held ég. En mér er slétt sama. Hann er funký. spegillinn sko, ekki kennarinn :p
Ég er svo ótrúlega gleymin manneskja, í dag var aukatími í náttúrufræði og gleymdi mín honum ekki. ohh jú!! Ég verð þá bara að fara 2 maí. Nenniði að minna mig á það. Ég var líka að spá vegna þess að ég er formaður nemandaráðs að fá svona litla minnistölvu sem ég skráð allskyns fundi og aukatíma og þannig hjá mér. Reyndar var ég og Arna að tala um að hafa svona talstöð á milli okkar og Garðars. Þá bara "dagga fundur NÚNA!! yfir og út" þá stekkur maður á stað. You know! Svo hefur líka komið hungmynd um að hafa lítin golfbíl til að komast á milli eða rafknúið hlaupa hjól.. Skólin er langur marr!!! En úr því að ég er að nefna þetta, þá langar mér og örnu í skrifstofu og lykil :) hí hí... við erum svo heimtufrekar :p
Enívei..!!
ég er að hlusta á lag sem heitir A whole new world og Rubin í American Idol syngur það. Hann rokkar. Ég held BARA með honum. Þoli ekki hina. he he..
Guð blessi kazaa aha..
var að hugsa um að fara að læra eða kannksi finna stað handa yndisegla spegilinum mínum!!!!

yfir & út
Dagga


28.4.03

NÝTT MSN... SNILLD
Var að fá mér MSN plus. Alveg hrillilega sniðugt. Mæli með að allir fái sér svona.
Mín ætlaði að vera rosa dugleg að læra í kvöld. En ég var í svo miklu ofvirknis kasti að ég fór að þrífa herbergið mitt og vá mér líður miklu miklu betur. Það skal ég segja satt. Ég meina ég var að eiba, gat ekkert einbeitt mér þanig ef ég hefði bara haldið áfram þá hefði ég ekkert lært að viti.
Allavega þá er voðalega fínt núna hjá mér og ég er bara slatta ánægð sko.

Greyj pabbi. Talvan hans hrundi. Hann verður að reyna að laga það. Aldrei hefur mín látið svona illa sem betur fer.

Ég er búin að ákveða hvað ég geri í sumar. Ég er búin að sækja um í unglingavinnuni og ætla að vinna þar. EN ég ætla að sækja um í listahópnum og vona að ég fá það. En ef ekkki þá verður maður bara í arfanaum.. GO ÉG!!! Kannksi er ég að spá í að fá mér kvöld og helgar vinnu. í bíói eða veitingastað eða eitthvað þanng. Ef einhver getur reddað mér vinnu á kvöldin.. Endilega mailið mig.. dagga26@hotmail.com.. líka um helgar :) he he he he....

Klukkan er að verða hálf tólf og ég er ekkert þreytt jú smá. En í gær fór ég að sofa um eitt og sofnaði ekki fyrr en um tvö leytið. Ég á rosalega erfitt með svefn þessa dagana. Ég get meira að segja vaknað eins og ekkert sé á morgnana. Sem er mikið sagt.

Þið sem eruð að fara í samræmdu hafið þið tekið eftir því að sumum kennurun er alveg drullu sama um mann, hafa bara engan metnað.. Ég er vön að nefna engin nöfn neikvæðu umræðu efni. en ég ætla að gera það núna.. og kennarinn sem er að drepa mig er hún BYLGJA!!! sem betur fer var hún ekki í dag. Bylgja ef þú ert að skoða þetta.. GOTT Á ÞIG!!!! Addi var að kenna okkur í dag og hann er nettastur í heimi. Fyrst þoldum við hann ekki en núna er hann fíinn.. Það er ótrúlegt hvað þessir forfallakennarar eru kúl!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (líka þeir sem eru í víðó)*roðnikall*

Jæja.. hehemm...
kannksi maður ætti að hætta að hugsa um það og fara að sofa EÐA horfa á sjóvarpið.

LuuuuV yOu
DaGGa
PRÓFKVÍÐI OG GREIND
jahá.. ég var í svona prófum á persóna.is og ég var með 120 í greindarvísitölu.. en meðaltalið er 100.. ég er svo klár.. he he..
En svo fór ég í prófkvíða próf og þar stóð að ég þjáist að MIKLUM prófkvíða og sniðugt væri að leita til ráðgjafa og eitthvcað ble ble.. Maður þarf þess kannksi því að þetta er því miður satt. Ennnnnnn nóg með það.

Já.. Hildur Guðný. Til hamingju með afmælið. beibí..

við skruppum í fórbolta áðan. Reyndar varð ekkert mikið úr því. Það var samt stemmning.

ég var að spá í að sækja um í listahópnum í sumar. Mig langar það geggjað. Er að spá í að reyna..
enívei..
mér er illt í mallanum svo að ég er að pæla í að fara að lúlla mér

Nighty Night
Dagga27.4.03

Myndir..
þótt að kannski vita það ekki margir þá skoða ég alltaf síðuna hjá Vigni sem er vinur hennar tótu. Þar sá ég að hann var að gera myndaalbúm og ég skellti mér það að herma eftir honum :) fyrirgefið :p þú bara drepur mig ef þú ert brjálaður :)
en allavega ég er komin með myndasíðu. Reyndar á ég eftir að láta fleiri myndir inn.. þið getið skoðað hér


This page is powered by Blogger. Isn't yours?