<$BlogRSDUrl$>

5.6.03

ÞAÐ ER KOMIN NÓTT!!!
Mikið er gaman á nóttini.. ó já!!!!
ég er bara að reyna að segja bless bless við tölvuna mína. Annars held ég nú að ég geti alveg læðst í hana svona af og til. Mamma verður nottlega með hana þannig það getur vel verið að ég fái að tjékka á hvernig elskunni minni líður. Men ég þarf ráðgjöf!!!
Annars er allt svona búið að róast soldið. Ég get alveg andað núna án þess að vera í vondu skapi. :o)

Ég ætla að tala um eitthvað annað....

Já.. Það rættist nú dálítið úr kvöldinu. Ég ætlaði reyndar bara að vera heima upp í rúmi í fílu. En svo hætti ég við það, Pabbi bauð okkur út að borða, við ætluðum að fara á Fridays en það var svo mikið af fólki, þannig við fórum bara á Pizza Hut, Það var frekar súrt. Við þurftum að bíða geggjað lengi, Pabbi og Vilborg fengu brennda pizzu og ég átti að fá salat bar. EN... það var ekkert pasta þannig ég bara oki.. ég fæ mér þá bara grænmeti og súpu og var alveg þokkalega sátt við það, en þá var engin súpa, Ég fór og bað alveg voðalega kurteinslega um súpu en ekkert gerðist, ég er nottlega svo mikil gunga að ég hélt bara áfram að borða frekar úldið grænmeti, En svo kom þjónn og ég spurði um súpu og hann alaveg... "uhh já ég redda þessu" ... svo kom súpan, alveg ísköld!!!! Þannig ég varð ekkert glöð, en við þurftum ekkert að borga fyrir þetta. Þannig ég fékk frítt grænmeti.. vhúhú!!!!!!!! alveg mergjað..... :p
Eftir þessa mjög skemmtilegu ferð fórum við heim og ég ætlaði bara að leggjast í þunglindi, en þá hjónin Sara og Binni og björguðu mér frá þunglindis kasti. Mikið var ég glöð!
Við sátum og spjölluðum og horfðum á sjónvarpið til hálf eitt og þá skellltu hjónin sér heim og ég talaði smá stund við pabba og mömmu og svo er ég núna að fara að skila tölvuni minni :( :( :( Blóm og kransar vel þegnir!!!!!

Við sjáumst við tækifæri
Ykkar Dagga

ps: þótt ég eigi ekki lengur tölvu, þá mun ég ekki hætta að blogga. Það verður bara kannksi eki eins oft...


4.6.03

ÉG ER HEIMSK
já, ég á ekki eftir að eiga neina framtíð,
ég mun vinna í Bónus það sem eftir er að lífi mínu, eins gott að ég eignist ekki börn því að þá get ég ekki gefið þeim gott líf....
ég fer örugglega í einhvern tossa skóla ef þið þurfið að ná í mig þá getiði fundið mig annahvort í Bónus eða Tossaskóla.... Nú fer ég að blogga mjög lítið vegna þess að talvan mín heittelskaða er að fara frá mér...
ef ég dey, kenniði þá samræmduprófunum um það


Dagga


1.6.03

SUMAR DAGUR Á ÍSLANDI
vÁ!!! hvað er búið að vera GOTT veður hérna á klakanum!! Maður er næstum því orðin sólbrúnn, mjög gott að fá smá svona byrjun á sólinni áður en ég og famelan förum til Ítalíu!!!
Það er einhver svona sýning núna um helgina í kaplakrika, einhver fjölskylda og fólk eða eitthvað þannig... ég og Vilborg skruppum aðeins áðan til þess að sjá átrúnaðagoð yngri kynslóðarinnar...Birgittu Haukdal. Aðvitað tók Fröken Haukdal Open your heart lagið okkar og gerði það mjög flott. Hún er alltaf jafn flott sko... þó hún sé kannksi ekki mitt átrúnaðargoð! En Viggi gítarleikari má alveg passa sig, hann er svo sætur að hann gæti sprungið!

Jæja, ég er að fara í ferð á morgun með skólanum.... í þórsmörk, Ef það verður ekki stuð þar þá heiti ég Jósífína!! ohhhhh það verður GAMAN!!!

Kannksi maður skelli sér út í góða góða heita veðrið
Bæjó!!
Dagga


This page is powered by Blogger. Isn't yours?