<$BlogRSDUrl$>

22.11.03

Ég fór á GREASE í gær!! En!!! Greyjið Birgitta Haukdal! hún fékk matareitrun og sýningunni var freastað. Gunni Helga ((sem mér finnst snillingur)) leikstjóri verksis kom upp á svið og sagði okkur þetta. Ég var sko EKKI að trúa honum. he.. ég trúði honum ekki fyrr en allir stóðu upp og löbbuðu út. Við fengum að sjá fysta atriðið, það var alleg flott, þannig ég hlakka bara til að sjá restina :o) Grey Birgitta!!!!! Það voru sumir litlir krakkar soldið fúlir, og vilborg systir ..shit, ég hélt hún mundi fara að grenja eða eikkað en hún bara.. Æ greyjið Birgitta. Við veðrum bara að fara seinna...þannig hún tók þessu eins og maður!

Ég var í matarboði í gær og var það svona líka mikið stuð. Við elduðum alveg geggjaðan mat! með góðum eftirrétt :)

En Jæja, ég þarf að fara

við sjáumst og það
bæjó!


21.11.03

Jams! þá hef ég fundið lausn. Muniði eftir þessu ógeðslega ofnæmi sem ég sagði ykkur frá hérna um dagin. Ég fór til ofnæmislæknis í dag. Ég er með hreyfingar+fæðuofnæmi!!!! málið er það að epli er eitur :) Sko... ég má borða epli... og ég má hreyfa mig... bara ekki borða epli og fara beint að út að hlaupa. Soldið vírd og skrítið, ekki vissi ég að þetta væri til.. En svo er það víst ! :) SkRíTiÐ!!!

...En ég er að fara á Grease!! jeh!! Birgitta Haukdal og Jónsi!!!

Jæja, got a go!!

Bæjó
Dagga


20.11.03

vá! hvað ég er ótrúlega þreytt! það er ekki hægt að vera svona þreytt. Ég svaf yfir mig í fyrsta tíma í morgun og svo svaf ég í öllum 2. tíma ((stærfræði dauðans)) Ég er ennþá þreytt, samt er komið hádegi. Veit ekki hvað er að gerast fyrir mig.
Ég og tóta skruppum til ömmu og afa í gær sem voru að koma frá útlöndum um dagin! ÞAð var fínt.

Herra Ísland er í kvöld og mar horfir örugglega á það til að kvetja hann Magga sem ég þekki einmitt ekkert! en hann er vinur hennar Kamillu. ´Reyndar ætluðu stelpurnar að fara á Broadway að horfa en hættu við, Man ekki afhverju. Þannig við látum okkur nægja að sjá þetta í TVinu..
yeaah!!!

Það er bara hádegishlé hérna upp í skóla núna og ég nenni bara ekki niðrí matsal. Ég er svo þreytt að ég meika það ekki :) hehe.... ég er svo að fara beint í dönsku próf..!! shit! það er sko hlustunarpróf sem gildir 10% af lokaprófinu! Ég á eftir að falla :'( allavega í dönsku, nema einhver sem er snillingur komi og kenni mér hana á viku!!

Jæja, ég er að pæla í því að slútta þessu!!

Jæja people!!
Bæjó
Dagga


19.11.03

Good day!!
Dagurinn í dag er nú búin að verkja upp margar spurningar hjá mér og fleirum. Málið er það að þegar ég var búin að fara út að hlaupa í morgun ((klukkan 6!! bara vekja athigli á dugnaði mínum)) þá kom ég einmitt heim og fór í sturtu. Mér hafði allan morgunin verið illt í löppunum!! asnaðist svo til að kíggja á þær þegar ég var búin að sturta mig og viti menn. Himnarnir féllu! ég var með VIÐBJÓÐALSEGUSTU lappir sem að til eru í veraldarsögunni!!!! Þær voru svo bólgnar og ljótar og litu helst úr eins og hvítt og rautt malbik á leiðinlegum vetrardegi. !!! jámm ógeð! I know! Nú er bara verið að rannsaka hvað olli þessu, ofnæmi? vírus? blóðsýkin? eða hvað.. Þið megið giska. En þess má einnig geta að þetta er einmitt farið núna! sem betur fer hjaðnaði þetta aðeins en kom aðeins fyrir í vörinni líka. Hún varð hálf lafandi. Smart!! Endilega sjúkdómsgreinið mig. Ég gef þeim sem er með rétta sjúkdómsgreyningu ís!! he!! en það verður að fylgja með lækning, ég vil EKKI fá þetta aftur!!En allavega, ég verð að fara
bæjó!!
dagga


18.11.03

Ég er að spá í að hætta að vera með svona sniðugar fyrirsagnir. Málið er það að þær eru svo sem ekkert svo sniðugar. Því ég finn aldrei neinar sniðugar. Þið skiljið.
Í dag fékk ég svo miklar sniðugar upplýsingar frá henni Beggu sem var einmitt að fara í náttúru fræði próf. ég lærði það að í manni og karteflum eru jafn margir litningar. 46 litningar sem sagt 23 litningapör!! gaman af því.... eða ekki!!!!

Á sunnudagin var SKO skemmtilegur dagur. Þá hittumst við vinkonurnar í morgunmat. Reyndar komu tvær seint. En what ever!! við ætluðum að taka upp á video cameru en hún "gleymdist" þannig við áttum samt góðan dag...

En ég er að fara að borða

sé ykkur
Dagga


This page is powered by Blogger. Isn't yours?